Kallað á lögregluna út af kveðskap

mbl.is/Eggert

„Það er ekki oft sem lög­regl­an er kölluð til út af kveðskap. Sú var þó raun­in einn dag­inn og fóru tveir fílefld­ir lög­reglu­menn á vett­vang, sem var fjöl­býl­is­hús á höfuðborg­ar­svæðinu. Lög­reglu­menn­irn­ir töldu sig reynd­ar vera að sinna hefðbundnu hávaðaút­kalli, en svo var alls ekki,“ seg­ir á Face­book-síðu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu í dag.

„Þegar á staðinn var komið fóru þeir í íbúð í hús­inu, en hávaðasegg­ur­inn var þar inn­an­dyra. Hljóðin úr íbúðinni fóru ekki fram­hjá nokkr­um manni og runnu tvær grím­ur á lag­anna verði, sem eru samt ýmsu van­ir. Þetta voru hljóð sem þeir heyra ekki á hverj­um degi, og greini­legt að hér var ekk­ert venju­legt partí í gangi. Reynd­ar var ekki neinn hefðbund­inn gleðskap­ur í gangi, held­ur bara einn maður að kveða rím­ur,“ seg­ir enn­frem­ur.

Kvört­un ná­grann­anna hafi engu að síður verið fylli­lega skilj­an­leg enda hafi hávaðinn átt sér stað að næt­ur­lagi og maður­inn kveðið rím­urn­ar af mikl­um þrótti. „Hann var því bæði beðinn um að lækka róm­inn og eins að loka glugg­um svona til ör­ygg­is. Við svo búið fóru lög­reglu­menn­irn­ir af vett­vangi, og bár­ust ekki frek­ari kvart­an­ir vegna þessa það sem eft­ir lifði næt­ur.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert