Þættirnir Sönn íslensk sakamál hafa verið sóttir 90 þúsund sinnum á vefsvæðinu deildu.net en fimmta þáttaröð sjónvarpsþáttanna er nú í sýningu á Skjá einum.
Sævar Guðmundsson, leikstjóri þáttanna, segir niðurhalið hafa eyðilagt möguleika aðstandenda þeirra til að fá upp í kostnað með dvd-sölu og þá hafi Skjárinn vart lengur tilefni til að koma að gerð annarrar þáttaraðar þegar stöðin hefur ekki lengur áskriftatekjur af sýningu þáttanna.
„Um leið og það var gefið skotleyfi á íslenska efnið á deildu.net þá fóru allir þættirnir þar inn nánast samdægurs,“ segir Sævar í Morgunblaðinu í dag en Sönn íslensk sakamál og kvikmyndin Djúpið hafi í kjölfarið orðið mest sótta íslenska efnið á síðunni.