Tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar verða birtar á vefsíðu forsætisráðuneytisins á mánudaginn en hópurinn sem settur var á laggirnar síðastliðið sumar skilaði tillögum sínum til ríkisstjórnarinnar í síðasta mánuði.
Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, en hún á sæti í hópnum ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Unni Brá Konráðsdóttur þingmanni sama flokks og Ásmundi Einari Daðasyni þingmanni Framsóknarflokksins sem jafnframt er formaður hópsins.
Verkefni hagræðingarhópsins er að leggja skal til aðgerðir til þess að hagræða, forgangsraða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins. Fram kemur í erindisbréfi hópsins sem samþykkt var 5. júlí síðastliðinn segir að hópurinn skuli fara yfir stóra útgjaldaliði ríkisins s.s. fjölda stöðugilda, skipulag, rekstur, innkaup og skoða hvort gera megi kerfisbreytingar sem leiða til aukinnar framleiðni og betri nýtingar fjármuna.