Tillögurnar birtar á mánudaginn

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins..
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.. mbl.is/Ómar Óskarsson

Til­lög­ur hagræðing­ar­hóps rík­is­stjórn­ar­inn­ar verða birt­ar á vefsíðu for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins á mánu­dag­inn en hóp­ur­inn sem sett­ur var á lagg­irn­ar síðastliðið sum­ar skilaði til­lög­um sín­um til rík­is­stjórn­ar­inn­ar í síðasta mánuði.

Þetta kem­ur fram á Face­book-síðu Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, en hún á sæti í hópn­um ásamt Guðlaugi Þór Þórðar­syni þing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, Unni Brá Kon­ráðsdótt­ur þing­manni sama flokks og Ásmundi Ein­ari Daðasyni þing­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins sem jafn­framt er formaður hóps­ins.

Verk­efni hagræðing­ar­hóps­ins er að leggja skal til aðgerðir til þess að hagræða, for­gangsraða og auka skil­virkni í rekstri stofn­ana rík­is­ins. Fram kem­ur í er­ind­is­bréfi hóps­ins sem samþykkt var 5. júlí síðastliðinn seg­ir að hóp­ur­inn skuli fara yfir stóra út­gjaldaliði rík­is­ins s.s. fjölda stöðugilda, skipu­lag, rekst­ur, inn­kaup og skoða hvort gera megi kerf­is­breyt­ing­ar sem leiða til auk­inn­ar fram­leiðni og betri nýt­ing­ar fjár­muna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert