Vill vita um samningsafstöðu Íslands

Vilhjálmur Bjarnason, alþingismaður.
Vilhjálmur Bjarnason, alþingismaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur óskað eftir því við Gunnar Braga Sveinsson, utanríkisráðherra, að hann upplýsi hvort samningsafstaða hafi legið fyrir af hálfu Íslands vegna umsóknarinnar um inngöngu í Evrópusambandið í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum, byggðamálum og gjaldmiðilsmálum.

Vilhjálmur Bjarnason spyr utanríkisráðherra í skriflegri fyrirspurn hvort vinna hafi verið hafin við gerð samningsmarkmiða vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið í áðurnefndum málaflokkum. Ef svo sé hve langt sú vinna hafi verið komin í hverjum málaflokki fyrir sig, hver samningsmarkmiðin hafi verið og hvort au hefðu verið kynnt fyrir Evrópusambandinu.

Hafi samningsmarkmiðin ekki verið tilbúin í einhverjum af málaflokkunum óskar Vilhjálmur eftir því að gerð verði opinber síðustu drög undirnefnda í málaflokkunum eins og þau voru kynnt aðalsamninganefnd.

Fyrirspurn Vilhjálms Bjarnasonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert