Skapandi greinar á meðal öflugustu atvinnugreina

Androulla Vassiliou, kýpverskur menningar- og menntunarstjóri Evrópusambandsins, kynnti meginhugmyndir og …
Androulla Vassiliou, kýpverskur menningar- og menntunarstjóri Evrópusambandsins, kynnti meginhugmyndir og áherslur að baki „Creative Europe“ fyrir menningarblaðamönnum frá öllum Evrópulöndunum. Einar Falur Ingólfsson

Á næstu árum á að aðstoða 250.000 evr­ópska lista­menn við að koma verk­um á fram­færi, auðvelda dreif­ingu 800 kvik­mynda, styðja við 2.000 kvik­mynda­hús og styrkja þýðingu 4.500 bóka. „Skap­andi grein­ar eru nú meðal öfl­ug­ustu at­vinnu­greina Evr­ópu,“ seg­ir menn­ing­ar­stjóri ESB. 

Ákveðið hef­ur verið að auka fjár­fram­lög til menn­ing­ar­mála í lönd­um Evr­ópu­sam­bands­ins. Á sama tíma og fjár­hags­áætl­un þess ein­kenn­ist í fyrsta skipti af sam­drætti, hef­ur því verið ákveðið að láta aukið fé renna til menn­ing­ar­lífs­ins og hinna skap­andi greina, enda sýna rann­sókn­ir fram á að það eru þau svið efna­hags­lífs­ins sem skila hvað mest­um vexti og fleiri gæðastörf­um en önn­ur á þess­um kreppu­tím­um.

Ný menn­ing­ar­stefna sam­bands­ins, sem Íslend­ing­ar tengj­ast ásamt hinum EFTA-lönd­un­um með gagn­kvæm­um samn­ing­um, kall­ast „Creati­ve Europe“ og á næstu sjö árum verður fram­lag til mála­flokks­ins hækkað um níu pró­sent. Verður 1,46 millj­örðum evra varið til hans á tíma­bil­inu frá 2014 til 2020.

Fyr­ir­hugað er að „Creati­ve Europe“ muni á næstu sjö árum styðja 250.000 lista­menn og sér­fræðinga í menn­ing­ar­mál­um og hjálpa til við að koma verk­um þeirra á fram­færi utan heimaland­anna; auðvelda dreif­ingu yfir 800 evr­ópskra kvik­mynda út um Evr­ópu og til annarra heims­álfa; styðja við rekst­ur yfir 2.000 kvik­mynda­húsa þar sem að minnsta kosti helm­ing­ur sýndra kvik­mynda er evr­ópsk­ur; yfir 4.500 bæk­ur munu njóta góðs af þýðinga­styrkj­um; og þúsund­ir menn­ing­ar­stofn­ana og lista­manna í ýms­um geir­um verður gert kleift að koma sér og verk­um á fram­færi í öðrum lönd­um.

Um 4,5 pró­sent sam­an­lagðrar þjóðarfram­leiðslu Evr­ópu­landa kem­ur frá menn­ing­ar­geir­an­um og hinum skap­andi grein­um; yfir 8,5 millj­ón­ir starfa eru þar að baki.

Þrátt fyr­ir að tæp­lega einn og hálf­ur millj­arða evra er nú eyrna­merkt­ur mennn­ing­ar­mál­um á næstu sjö árum með þess­um hætti, er rétt að taka fram, að aðrir liðir sem einnig flokk­ast und­ir menn­ingu fá um­tals­vert meira fjár­magn. Til að mynda falla um sex millj­arðar evra und­ir „menn­ing­ar­lega arf­leifð“, en þar má finna þjóðminja­söfn og hvers kyns forn­leif­ar.

Íslend­ing­ar með

Ísland mun á grund­velli EES-samn­ings­ins taka þátt í nær öll­um áætl­un­um Evr­ópu­sam­band­ins, sem hefjast á næsta ári, þar með talið „Creati­ve Europe“. Áætlað er að Evr­ópuþingið samþykki „Creati­ve Europe“-áætl­un­ina 19. nóv­em­ber næst­kom­andi og í kjöl­farið þarf að fella ákvörðun um þátt­töku EFTA/​EES ríkj­anna í áætl­un­inni í EES samn­ing­inn. Það ferli tek­ur að jafnaði fimm til sex mánuði og því er hugs­an­legt að sam­starfi milli lista­manna og menn­ing­ar­stofn­ana í ann­ars veg­ar EES/​EFTA-ríkj­un­um og hins veg­ar Evr­ópu­sam­band­inu geti ekki verið komið á við fyrstu út­hlut­un, sem áætlað er að verði sum­arið 2014. Unnið er að því af hálfu EFTA og fram­kvæmda­stjórn­ar ESB að flýta fyr­ir mál­um til að þátt­taka aðila frá EFTA/​EES ríkj­un­um verði tryggð frá byrj­un.

Vöxt­ur­inn er í menn­ingu

Í vik­unni kynnti Androulla Vassili­ou, kýp­versk­ur menn­ing­ar- og mennt­un­ar­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, meg­in­hug­mynd­ir og áhersl­ur að baki „Creati­ve Europe“ fyr­ir menn­ing­ar­blaðamönn­um frá öll­um Evr­ópu­lönd­un­um. Hún sagði afar mik­il­vægt að styðja við menn­ing­una í öll­um lönd­um Evr­ópu og ekki síst á þess­um erfiðleika­tím­um.

„Hinar skap­andi grein­ar eru gríðarlega mik­il­væg­ar fyr­ir menn­ing­ar­leg­an fjöl­breyti­leika Evr­ópu. Sá fjöl­breyti­leiki er mik­il­væg­asta auðlind álf­unn­ar og það er skylda okk­ar bæði að vernda hann og kynna,“ sagði Vassili­ou. Hún bætti við að nú væri þó enn rík­ari ástæða til að standa vel að baki hinum skap­andi grein­um, því þar væri ein­hver mesti vöxt­ur­inn í at­vinnu­sköp­un álf­unn­ar í dag.

„Mörg­um hætt­ir til að líta fram hjá því að menn­ing­in og hinar skap­andi grein­ar og fram­leiðsla þeim tengd er nú meðal öfl­ug­ustu at­vinnu­greina Evr­ópu. Við skap­andi grein­ar verður til sí­vax­andi fjöldi gæðastarfa fyr­ir fólk í öll­um þess­um lönd­um,“ sagði hún.

Skýra list­ina fyr­ir bönk­um

„Nú höf­um við í hönd­um kann­an­ir sem leiða í ljós að þessi svið efna­hags­lífs­ins eru kraft­meiri og skapa meiri vöxt en til að mynda bílaiðnaður­inn, plast­fram­leiðsla og efnaiðnaður­inn. Sum­ir neita að trúa þessu og á ráðstefnu, sem ég talaði ný­lega á og sagði að hinar skap­andi grein­ar ættu að fá enn meira vægi, þá voru mér send skila­boð með spurn­ing­unni hvort ég hefði ekki eitt­hvað nyt­sam­legra við tím­ann að gera en halda öðru eins fram.“ Hún bros­ir. „En töl­urn­ar ljúga ekki. Þær sýna að hinar skap­andi grein­ar eru í dag leiðandi í efna­hags­vexti og fjölg­un starfa. Það er eng­in ímynd­un held­ur niðurstaða vandaðra kann­ana.

En það má ekki bara halda menn­ing­unni fram sem mik­il­vægu efna­hagsafli, því má ekki gleyma að hún er ómet­an­leg­ur þátt­ur í sjálfs­mynd þjóðanna.“

Vassili­ou seg­ir að þótt mátt­ur menn­ing­ar sé mik­ill og sí­vax­andi í álf­unni, þá séu engu að síður víða hindr­an­ir á veg­in­um þegar kem­ur að því að miðla sköp­un­inni milli landa og til stærri áhorf­enda­hópa.

Mark­miðið er að nota „Creati­ve Europe“-áætl­un­ina til að fjar­lægja þess­ar hindr­an­ir. Það felst meðal ann­ars í því að hjálpa hinum skap­andi grein­um að „sigr­ast á“ höml­um sem hinir ein­stöku markaðir og tungu­mál skapa. Þá er stefnt að því að nýta sem best mögu­leika net- og hnatt­væðing­ar og auðvelda aðgengi að nauðsyn­legu fjár­magni til fram­kvæmda í þess­um geira.

„Í því skyni mun um­sækj­end­um í fyrsta skipti gert kleift að fá ban­kaum­sögn. Eitt af vanda­mál­um lista­manna og þeirra sem standa að allra­handa menn­ing­ar­fram­kvæmd­um, er að bank­ar eru hik­andi við að lána þeim fé því banka­menn skilja ekki hvert gildi þeirra er og hvernig meta má óefnis­kennd verðmæti verk­anna og fram­kvæmd­anna. Því bjóðum við bönk­um nú sér­fræðiþekk­ingu okk­ar við að skilja bet­ur þau verðmæti sem hinar skap­andi grein­ar búa til. Í kjöl­farið eiga mögu­leik­ar á lán­veit­ing­um að aukast.“

Sótt í menn­ing­ar­viðburði

Vassili­ou seg­ir að hún hafi von­ast eft­ir enn meira fé til mála­flokks­ins, byggt á mik­il­vægi hans í sam­tím­an­um; hún fór fram á 37 pró­sent aukn­ingu en fékk níu. Hún seg­ist þó ánægð með það, eins og staða mála er.

At­hygl­is­vert var að heyra á fund­in­um mál blaðamanna og sér­fræðinga í menn­ing­ar­geir­an­um, víða að úr Evr­ópu, því sag­an er sú sama og hér á landi: fjöldi gesta á leik­sýn­ing­ar hef­ur auk­ist, sama má segja um mynd­list­ar­sýn­ing­ar, bóka­söfn, lista­söfn, og fram­leiðsla kvik­mynda, oft og tíðum mjög metnaðarfullra og per­sónu­legra, hef­ur færst í vöxt. Kann­an­irn­ar sem menn­ing­ar­stjór­inn kynnti staðfesta það. Menn­ing­in er í sókn.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka