Jón Ásgeir: „Ég var aldrei í ábyrgð“

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Ómar

„Ég var aldrei í ábyrgð fyrir FL Group hf. eða Hannes Smárason vegna viðskipta með Sterling,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson í bréfi til mbl.is vegna frétta af ákæru á hendur Hannesi Smárasyni. Í ákærunni segir að Kaupþing í Lúxemborg hafi veitt Fons lán til að greiða FL Group til baka og að Hannes og Jón Ásgeir hefðu gengist í persónulegar ábyrgðir fyrir endurgreiðslu lánsfjárhæðarinnar.

Jón Ásgeir segir að þegar hann var yfirheyrður sem vitni hjá sérstökum saksóknara vegna málsins hafi hann ekki séð að gögn málsins bentu til þess að nein ábyrgð hefði verið til staðar yfir höfuð. „Mér var sýnt skjal(draft)  sem hvorki hafði undirskrift mótaðila(bankans) né vottað . Né tengist skjalið (draft) FL eða Hannesi Smárasyni.“

Í ákærunni segir orðrétt: „Það var ekki fyrr en eftir þrýsting, meðal annars frá þáverandi forstjóra félagsins, að fjármunirnir skiluðu sér aftur á reikning FL Group í Kaupþingi banka hf. 30. júní 2005, eða rúmum tveimur mánuðum eftir brot ákærða samkvæmt ákæru. Fyrir þann tíma hafði millifærslan ekki verið færð í bókhald félagsins. Þann dag hafði KBL [Kaupþing banki í Lúxemborg] veitt Fons lán til að greiða umrædda fjármuni til baka til FL Group og gengust ákærði og Jón Ásgeir Jóhannesson í persónulegar ábyrgðir fyrir endurgreiðslu lánsfjárhæðarinnar. Ekki verður séð að ákærði hafi á þiem tíma eða öðrum haft nokkur formleg tengsl við starfsemi Fons.“

Hannes er ákærður fyrir fjárdrátt

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert