Kári ósáttur við RÚV

Kári Stefánsson er ósáttur við hvernig Kastljós fjallaði um Íslenska …
Kári Stefánsson er ósáttur við hvernig Kastljós fjallaði um Íslenska erfðagreiningu í síðustu viku. Sverrir Vilhelmsson

Kári Stef­áns­son gagn­rýn­ir vinnu­brögð RÚV harka­lega í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag und­ir fyr­ir­sögn­inni RÚV - rauna­lega úr­elt vinnu­brögð. Til­efnið er Kast­ljósþátt­ur þar sem sjón­um var beint að Kára Stef­áns­syni og Íslenskri erfðagrein­ingu. Í pistl­in­um seg­ir Kári meðal ann­ars:

„Þátt­ur­inn var byggður á  brot­um úr ný­legu viðtali sem Helgi tók við mig og göml­um frétta­skot­um úr sam­hengi og at­huga­semd­um Helga. Sag­an sem Helgi sagði í þætt­in­um var ann­ars veg­ar af svindlara, sem kom til Íslands árið 1996 og plataði ís­lensku þjóðina upp úr skón­um og af henni stór­fé og hins veg­ar af líf­tæknifyr­ir­tæki sem aldrei gerði annað en að lofa og svíkja. Viðtals­brot­in við mig áttu greini­lega að gefa það í skyn að ég hefði fengið tæki­færi til þess að segja mína hlið á mál­um. Helgi ákvað hins veg­ar um hvað var spurt og spurði ein­göngu um það sem um það sem miður fór og síðan órök­studd­ar aðdrótt­an­ir í minn garð og fyr­ir­tæk­is­ins. Það blak sem ég reyndi að bera af mér og fyr­ir­tæk­inu var svo gjarn­an þurrkað út með at­huga­semd­um Helga eða göml­um frétta­skot­um sem mér var ekki boðið upp á að svara.“

Kári held­ur svo áfram og tel­ur upp nokk­ur dæmi um það sem bet­ur hefði mátt fara að hans mati og end­ar svo pist­il­inn á þess­um orðum: „Það er nefni­lega þannig að RUV sem stofn­un hef­ur myndað sér skoðun á ÍE og mér og lít­ur greini­lega á það sem sitt hlut­verk að ganga af okk­ur dauðum og grafa okk­ur utan garðs. Eina hugg­un mín í þessu máli er að orðglögg­ur maður og vís sem í lif­anda lífi vann hjá stofn­un­inni í 25 ár tjáði mér, í gegn­um miðil í þetta skiptið, að skams­töf­un­in RUV standi fyr­ir rauna­lega úr­elt vinnu­brögð.“ Lesa má grein Kára í heild sinni hér.

Helgi Selj­an vís­ar gagn­rýni Kára á bug og stend­ur við um­fjöll­un­ina. „Við óskuðum eft­ir viðtali við hann á þeirri for­sendu að fjalla ætti um sögu Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar frá upp­hafi til þessa dags. Það gerðum við. Við vor­um sann­gjörn í um­fjöll­un­inni og fór­um ekki rangt með staðreynd­ir. Kári gagn­rýn­ir meðal ann­ars það að hafa ekki fengið að stýra um­fjöll­un­inni og velja spurn­ing­arn­ar sjálf­ur en þannig vinn­ur Kast­ljós ekki og von­andi eng­inn ann­ar fjöl­miðill,“ seg­ir Helgi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert