Þúsund fögnuðu aldarafmælinu

Fjölmenni tók þátt í afmælisfagnaði vegna aldarafmælis Morgunblaðsins sem fram fór í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í kvöld. Þar voru saman komnir starfsmenn blaðsins, viðskiptavinir og aðrir vinir og velunnarar þess. Vel yfir eitt þúsund manns tóku þátt í fögnuðinum.

Erindi voru flutt, girnilegar veitingar bornar á borð og boðið upp á skemmtilegt tónlistaratriði þar sem hjómsveitin Í svörtum fötum fór á kostum. Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, flutti ávarp og bauð afmælisgesti velkomna og Davíð Oddsson, ritstjóri blaðsins, tók síðan til máls þegar líða fór á veisluhöldin.

Ræddu þeir um árangur afmælisbarnsins á þeim langa tíma sem það hefði lifað með þjóðinni og lögðu áherslu á að Morgunblaðið hefði ekki náð þessum merka áfanga ef ekki hefði verið fyrir áherslu þess alla tíð á áreiðanlegan og traustverðan fréttaflutning.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert