Klæðning losnaði af íbúðarhúsi

mbl.is/Hjörtur

Klæðning tók að losna af íbúðarhúsi í Vestmannaeyjum í morgun samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni en húsráðanda tókst hins vegar að taka á málinu sjálfur án aðstoðar.

Ekki hafa önnur mál komið upp af þeim toga í Eyjum vegna veðursins að sögn lögreglunnar en veður hefur hins vegar verið að versna. Er fólk beðið að huga að lausamunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka