Blint verður í fyrramálið

Búast má við talsverðri snjókomu í fyrramálið á höfuðborgarsvæðinu.
Búast má við talsverðri snjókomu í fyrramálið á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Golli

Skil frá nýrri lægð nálg­ast landið sunn­an­vert í kvöld og nótt. Seint í nótt og í fyrra­málið er reiknað með tals­verðri snjó­komu um sunn­an- og suðvest­an­vert landið þar með talið á Höfuðborg­ar­svæðinu. Eins strekk­ings­vind­ur, eða 10-15 m/​s og því má bú­ast við að víða verði nokkuð blint fram­an af morgni. Þetta kem­ur fram í ábend­ing­um frá veður­fræðingi Vega­gerðar­inn­ar.

 Autt er að mestu á Suður- og Suðaust­ur­landi en vetr­ar­færð í  öðrum lands­hlut­um með hálku eða snjóþekju og élja­gangi og skafrenn­ingi á Norðaust­ur- og Aust­ur­landi. Flug­hált er á Dynj­and­is­heiði.

 Hálku­blett­ir eru á Mos­fells­heiði en ann­ars eru veg­ir á Suður- og Suðaust­ur­landi greiðfær­ir.

Á Vest­ur­landi er hálka á flest­um fjall­veg­um og hálku­blett­ir nokkuð víða á lág­lendi.

 Hálka eða hálku­blett­ir eru á flest­um veg­um á Vest­fjörðum en flug­hált á Dynj­and­is­heiði. Búið er að opna norður í Árnes­hrepp.

 Á Norður­landi vestra er víða hálka eða hálku­blett­ir  en á Norður­landi eystra er snjóþekja og hálka á veg­um og víða skafrenn­ing­ur og élja­gang­ur. Þæf­ings­færð á Hólas­andi en  Detti­foss­veg­ur er þung­fær.

 Það er hálka eða hálku­blett­ir  á veg­um á Aust­ur­landi  og skafrenn­ing­ur á flest­um fjall­veg­um. Veg­ur­inn frá Fá­skrúðsfirði og áfram með suðaust­ur­strönd­inni er þó greiðfær.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert