Jón Gnarr: Undarleg þjóðerniskennd læðist um

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur.
Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Ómar

Jón Gn­arr, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, seg­ir að und­ar­leg þjóðernis­kennd ávallt verið á sveimi á Íslandi. „Grund­völl­ur henn­ar er aðallega sam­sett­ur úr vanþekk­ingu og hroka og manni finnst að út­lend­inga­hat­ur fari vax­andi og marg­ir nota hug­tök á borð við „ís­lensk þjóðmenn­ing“ og „nátt­úru­legt ís­lenskt“ eitt­hvað.“ 

Þetta skrif­ar Jón Gnar á Face­book-síðu sína, en text­ann skrif­ar Jón á ensku.

Hann bend­ir á, að það sé staðreynd að jarðfræðilega séð þá sé Ísland yngsta land Evr­ópu. Það hafi einnig verið eitt af síðustu Evr­ópu­ríkj­un­um þar sem menn námu land. Það hafi gerst fyr­ir 1.000 árum síðan og hafi land­nem­arn­ir verið Norðmenn og írsk­ir þræl­ar.

„Það er eng­inn „tær­leiki“ í okk­ar sögu, hvorki erfðafræðilega né menn­ing­ar­lega séð. Ekk­ert var fundið upp hérna. (Kæst­ur fisk­ur er asísk hefð). All­ir okk­ar siðir og venj­ur eiga evr­ópsk­ar ræt­ur. Það eina sem menn geta sagt að sé sann­ar­lega ís­lenskt er nátt­úr­an og Íslend­inga­sög­urn­ar. Nátt­úra og list. Það er Ísland. Allt annað er bull og vit­leysa. Ekk­ert land er ey­land, ekki einu sinn Ísland,“ seg­ir borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert