Jón Gnarr: Undarleg þjóðerniskennd læðist um

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur.
Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Ómar

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að undarleg þjóðerniskennd ávallt verið á sveimi á Íslandi. „Grundvöllur hennar er aðallega samsettur úr vanþekkingu og hroka og manni finnst að útlendingahatur fari vaxandi og margir nota hugtök á borð við „íslensk þjóðmenning“ og „náttúrulegt íslenskt“ eitthvað.“ 

Þetta skrifar Jón Gnar á Facebook-síðu sína, en textann skrifar Jón á ensku.

Hann bendir á, að það sé staðreynd að jarðfræðilega séð þá sé Ísland yngsta land Evrópu. Það hafi einnig verið eitt af síðustu Evrópuríkjunum þar sem menn námu land. Það hafi gerst fyrir 1.000 árum síðan og hafi landnemarnir verið Norðmenn og írskir þrælar.

„Það er enginn „tærleiki“ í okkar sögu, hvorki erfðafræðilega né menningarlega séð. Ekkert var fundið upp hérna. (Kæstur fiskur er asísk hefð). Allir okkar siðir og venjur eiga evrópskar rætur. Það eina sem menn geta sagt að sé sannarlega íslenskt er náttúran og Íslendingasögurnar. Náttúra og list. Það er Ísland. Allt annað er bull og vitleysa. Ekkert land er eyland, ekki einu sinn Ísland,“ segir borgarstjóri Reykjavíkur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert