Ný útilaug og pottar í miðborgina

Ný útilaug mun breyta yfirbragði Sundhallar Reykajvíkur umtalsvert eins og …
Ný útilaug mun breyta yfirbragði Sundhallar Reykajvíkur umtalsvert eins og sést á þessari mynd VA Arkitekta. Mynd/VA arkitektar

Verðlaunatillaga um viðbyggingu við Sundhöll Reykjavíkur gerir ráð fyrir 25 metra langri útisundlaug, nýjum pottum, vaðlaug fyrir börn, nýju eimbaði og annarri aðstöðu til alhliða heilsuræktar. VA Arkitektar eiga verðlaunatillöguna og er gegnsæ viðbygging meðal þess sem heillaði dómnefndina.

Miðað er við að byggja nýja búningsklefa kvenna og stækka búningsklefa karla, en gert er ráð fyrir að gömlu búningsklefarnir verði notaðir áfram, enda eru þeir friðaðir. Einnig er gert ráð fyrir að gera þurfi lágmarksbreytingar á hinu friðaða innra byrði hússins til að tenging og samnýting eldri byggingar og viðbyggingar verði með besta móti.

Heba Hertervig, Karl Magnús Karlsson og Ólafur Óskar Axelsson hjá VA Arkitektum eru skrifuð fyrir verðlaunatillögunni. Dómnefndin mat tillögu þeirra heilsteypta og aðlaðandi. 

Mótvægi við þungt yfirbragð Sundhallarinnar

„Aðlögun að Sundhöllinni er einstaklega vel heppnuð þar sem gagnsæ viðbygging myndar skemmtilegt mótvægi við þyngra yfirbragð Sundhallarinnar,“ segir í mati dómnefndar.

Þar kemur jafnframt fram að dómnefndin telji einstaklega vel leyst úr ferlimálum við hönnunina, með notkun á lyftum á bæði blaut-og þurrsvæðum. Gagnsæi á Barónsstíg inn í fyrirhugaðan sundlaugargarð þykir góð hugmynd, því þannig njóti suðurhlið Sundhallarinnar sín til fullnustu þrátt fyrir viðbyggingu. 

„Útisvæði og allt fyrirkomulag umhverfis laugarkers er mjög gott. Staðsetningu varðturns er haganlega fyrir komið. Ofanljós í búningsklefum er góð lausn á birtugjöf til neðri hæðar. Staðsetning afgreiðslu og veitingasölu er góð en mætti hugsanlega stækka á kostnað starfsmannarýma“, segir einnig í dómnefndaráliti um verðlaunatillöguna.

Tímamót í íslenskri byggingalistarsögu

Sundhöllin er hönnuð af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, og byggð á árunum 1929-1937. Hún er í fúnkisstíl með nýklassískum áhrifum. Í dómnefndarálitinu er bent á að samkeppnin marki að vissu leyti tímamót í íslenskri byggingarlistasögu þar sem í fyrsta skipti er boðað til hönnunarsamkeppni um viðbyggingu og breytingar á friðlýstu húsi.

„Það er grundvallaratriði að varðveisluverð hús hafi hlutverk og því er það misskilningur þegar því er haldið fram að engu megi breyta í friðlýstum húsum. Það er því mikilvægt að þau geti tekið breytingum, þó án þess að gildi þess sé rýrt með nokkrum hætti“, segir í álitinu.

6,5 milljónir í verðlaun

Verðlaunaféð fyrir vinningstillögu VA arkitekta er 6,5 milljónir króna. Dómnefnd ákvað einnig að kaupa eina tillögu til viðbótar. Allar tillögur sem dómnefndin tók til umfjöllunar eru til sýnis í Borgartúni 14 næstu tvær vikurnar.  

Önnur verðlaun komu í hlut samstarfshóps þriggja arkitekta en í honum eru Agnes Nilsson, Andrea Tryggvadóttir, og Guðný Arna Eggertsdóttir.

<span><span><br/></span></span> <span><span>Þriðju verðlaun fékk samstarfs tveggja arkitektastofa Kurt og pí og T.ark, en í þeim hópi eru arkitektarnir Ásmundur Hrafn Sturluson, Steinþór Kári Kárason, Anja Schröter, Ásgeir Ásgeirsson, Hlín Finnsdóttir og Michael Blikdal Ericsen.</span></span> <span><span> </span></span>
VA Arkitektar hlutu fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um útilaug við …
VA Arkitektar hlutu fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um útilaug við Sundhöll Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fyrirhuguð viðbygging við Sundhöllina lítur svona út samkvæmt verðlaunatillögu VA …
Fyrirhuguð viðbygging við Sundhöllina lítur svona út samkvæmt verðlaunatillögu VA Arkitekta. Mynd/VA arkitektar
VA Arkitektar eiga verðlaunatillöguna um nýja útilaug og viðbyggingu við …
VA Arkitektar eiga verðlaunatillöguna um nýja útilaug og viðbyggingu við Sundhöll Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Svona verður aðkoman að Sundhöll Reykjavíkur úr norðri eftir breytinguna.
Svona verður aðkoman að Sundhöll Reykjavíkur úr norðri eftir breytinguna. Mynd/VA arkitektar
Gegnsæ viðbygging myndar skemmtilegt mótvægi við þyngra yfirbragð sundhallarinnar, að …
Gegnsæ viðbygging myndar skemmtilegt mótvægi við þyngra yfirbragð sundhallarinnar, að mati dómnefndar. Hér sést anddyrið samkvæmt tillögunni. Mynd/VA arkitektar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert