Ný útilaug og pottar í miðborgina

Ný útilaug mun breyta yfirbragði Sundhallar Reykajvíkur umtalsvert eins og …
Ný útilaug mun breyta yfirbragði Sundhallar Reykajvíkur umtalsvert eins og sést á þessari mynd VA Arkitekta. Mynd/VA arkitektar

Verðlauna­til­laga um viðbygg­ingu við Sund­höll Reykja­vík­ur ger­ir ráð fyr­ir 25 metra langri útisund­laug, nýj­um pott­um, vaðlaug fyr­ir börn, nýju eimbaði og ann­arri aðstöðu til al­hliða heilsu­rækt­ar. VA Arki­tekt­ar eiga verðlauna­til­lög­una og er gegn­sæ viðbygg­ing meðal þess sem heillaði dóm­nefnd­ina.

Miðað er við að byggja nýja bún­ings­klefa kvenna og stækka bún­ings­klefa karla, en gert er ráð fyr­ir að gömlu bún­ings­klefarn­ir verði notaðir áfram, enda eru þeir friðaðir. Einnig er gert ráð fyr­ir að gera þurfi lág­marks­breyt­ing­ar á hinu friðaða innra byrði húss­ins til að teng­ing og sam­nýt­ing eldri bygg­ing­ar og viðbygg­ing­ar verði með besta móti.

Heba Hert­ervig, Karl Magnús Karls­son og Ólaf­ur Óskar Ax­els­son hjá VA Arki­tekt­um eru skrifuð fyr­ir verðlauna­til­lög­unni. Dóm­nefnd­in mat til­lögu þeirra heil­steypta og aðlaðandi. 

Mót­vægi við þungt yf­ir­bragð Sund­hall­ar­inn­ar

„Aðlög­un að Sund­höll­inni er ein­stak­lega vel heppnuð þar sem gagn­sæ viðbygg­ing mynd­ar skemmti­legt mót­vægi við þyngra yf­ir­bragð Sund­hall­ar­inn­ar,“ seg­ir í mati dóm­nefnd­ar.

Þar kem­ur jafn­framt fram að dóm­nefnd­in telji ein­stak­lega vel leyst úr ferl­imál­um við hönn­un­ina, með notk­un á lyft­um á bæði blaut-og þurr­svæðum. Gagn­sæi á Baróns­stíg inn í fyr­ir­hugaðan sund­laug­arg­arð þykir góð hug­mynd, því þannig njóti suður­hlið Sund­hall­ar­inn­ar sín til fulln­ustu þrátt fyr­ir viðbygg­ingu. 

„Úti­svæði og allt fyr­ir­komu­lag um­hverf­is laug­ar­kers er mjög gott. Staðsetn­ingu varðturns er hag­an­lega fyr­ir komið. Of­an­ljós í bún­ings­klef­um er góð lausn á birtu­gjöf til neðri hæðar. Staðsetn­ing af­greiðslu og veit­inga­sölu er góð en mætti hugs­an­lega stækka á kostnað starfs­manna­rýma“, seg­ir einnig í dóm­nefndaráliti um verðlauna­til­lög­una.

Tíma­mót í ís­lenskri bygg­ingalist­ar­sögu

Sund­höll­in er hönnuð af Guðjóni Samú­els­syni, húsa­meist­ara rík­is­ins, og byggð á ár­un­um 1929-1937. Hún er í fúnk­is­stíl með nýklass­ísk­um áhrif­um. Í dóm­nefndarálit­inu er bent á að sam­keppn­in marki að vissu leyti tíma­mót í ís­lenskri bygg­ing­ar­lista­sögu þar sem í fyrsta skipti er boðað til hönn­un­ar­sam­keppni um viðbygg­ingu og breyt­ing­ar á friðlýstu húsi.

„Það er grund­vall­ar­atriði að varðveislu­verð hús hafi hlut­verk og því er það mis­skiln­ing­ur þegar því er haldið fram að engu megi breyta í friðlýst­um hús­um. Það er því mik­il­vægt að þau geti tekið breyt­ing­um, þó án þess að gildi þess sé rýrt með nokkr­um hætti“, seg­ir í álit­inu.

6,5 millj­ón­ir í verðlaun

Verðlauna­féð fyr­ir vinn­ingstil­lögu VA arki­tekta er 6,5 millj­ón­ir króna. Dóm­nefnd ákvað einnig að kaupa eina til­lögu til viðbót­ar. All­ar til­lög­ur sem dóm­nefnd­in tók til um­fjöll­un­ar eru til sýn­is í Borg­ar­túni 14 næstu tvær vik­urn­ar.  

Önnur verðlaun komu í hlut sam­starfs­hóps þriggja arki­tekta en í hon­um eru Agnes Nils­son, Andrea Tryggva­dótt­ir, og Guðný Arna Eggerts­dótt­ir.

VA Arkitektar hlutu fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um útilaug við …
VA Arki­tekt­ar hlutu fyrstu verðlaun í hönn­un­ar­sam­keppni um úti­laug við Sund­höll Reykja­vík­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Fyrirhuguð viðbygging við Sundhöllina lítur svona út samkvæmt verðlaunatillögu VA …
Fyr­ir­huguð viðbygg­ing við Sund­höll­ina lít­ur svona út sam­kvæmt verðlauna­til­lögu VA Arki­tekta. Mynd/​VA arki­tekt­ar
VA Arkitektar eiga verðlaunatillöguna um nýja útilaug og viðbyggingu við …
VA Arki­tekt­ar eiga verðlauna­til­lög­una um nýja úti­laug og viðbygg­ingu við Sund­höll Reykja­vík­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Svona verður aðkoman að Sundhöll Reykjavíkur úr norðri eftir breytinguna.
Svona verður aðkom­an að Sund­höll Reykja­vík­ur úr norðri eft­ir breyt­ing­una. Mynd/​VA arki­tekt­ar
Gegnsæ viðbygging myndar skemmtilegt mótvægi við þyngra yfirbragð sundhallarinnar, að …
Gegn­sæ viðbygg­ing mynd­ar skemmti­legt mót­vægi við þyngra yf­ir­bragð sund­hall­ar­inn­ar, að mati dóm­nefnd­ar. Hér sést and­dyrið sam­kvæmt til­lög­unni. Mynd/​VA arki­tekt­ar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert