Öryggi framar menningu

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég held að við verðum að hlusta á orð bæjarstjórans og skoða alla forgangsröðun ríkisins upp á nýtt ætlum við að bæta samfélag okkar. Menning og listir eru nauðsynleg en við höfum bara ekkert með það að gera meðan við tryggjum ekki öryggi okkar og heilsu.“

Þetta sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag þar sem hann vísaði í ummæli Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, á dögunum þar hann velti því fyrir sér hvort Íslendingar hefði efni á að reka Þjóðleikhús eða sinfóníuhljómsveit ef þeir gætu ekki haldið úti viðunandi heilbrigðisþjónustu í landinu. Vilhjálmur benti á að ummæli Elliða hefðu vakið athygli og kallað á misjöfn viðbrögð. Honum hafi þó virst fleiri sammála bæjarstjóranum.

„Íbúar Vestmannaeyja, sem njóta til dæmis ekki sólarhringslöggæslu, þurfa að greiða um 30 þúsund krónur í ferðakostnað ætli þeir að nýta skattfé sitt með því að fara á niðurgreidda leiksýningu, á konsert hjá Sinfóníuhljómsveitinni, já eða til að fæða barn. Það er ef samgönguleiðir eru færar. En þeir borga sömu skattprósentu og við hin sem höfum greiðan aðgang að því sem við þurfum og viljum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert