Sendi samúðarkveðju til forseta Filippseyja

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í dag samúðarkveðju til forseta Filippseyja, Benigno Aquino, vegna hrikalegrar eyðileggingar af völdum fellibylsins Haiyan. Þúsundir hafa látið lífið og fjöldi á um sárt að binda; börn og fjölskyldur glíma við mikinn harm.

Í kveðjunni minnti forseti á orð fulltrúa Filippseyja á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi sem sagði að þessir átakanlegu atburðir verði vonandi til þess að hvetja heimsbyggðina til aðgerða sem komið gætu í veg fyrir afdrifaríkar breytingar  á loftslagi jarðar en aukin tíðni fellibylja eigi rætur að rekja til þeirra.

Hugur Íslendinga og hins öfluga samfélags fólks frá Filippseyjum á Íslandi er hjá íbúum Filippseyja á þessum erfiðu tímum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert