Fjölmargir senda jólagjafir á milli landa og vill tollstjóri benda á að í ákveðnum tilvikum þarf ekki að greiða aðflutningsgjöld af jólagjöfum sem sendar eru til landsins.
Þetta á við um þær gjafir sem sendandi, búsettur erlendis, hefur meðferðis til Íslands eða sendir hingað og ef verðmæti hverrar gjafar ekki meira en 13.500 krónur. Sé verðmæti gjafarinnar meira þarf að greiða aðflutningsgjöld af þeirri upphæð sem er umfram 13.500 krónur.
„Þessar reglur gilda á hinn bóginn ekki um innflutning í atvinnuskyni né gjafir sem einstaklingar búsettir á Íslandi panta frá útlöndum. Varningur af þeim toga er ekki undanþeginn aðflutningsgjöldum.
Þá gilda gjafareglur ekki um gjafir sem einstaklingar búsettir á Íslandi kaupa erlendis og koma með til landsins. Slíkar gjafir geta þó verið undanþegnar aðflutningsgjöldum, sem hluti af tollfríðindum ferðamanns, sem eru samtals kr. 88.000 og eiga við um allan varning sem einstaklingurinn kemur með til landsins eða kaupir í tollfrjálsri verslun,“ segir í tilkynningu frá tollstjóra.