Mótmæla nýrri byggð

Loftmynd af byggðinni í Skerjafirði, þar sem byggingum á fyrirhugaðri …
Loftmynd af byggðinni í Skerjafirði, þar sem byggingum á fyrirhugaðri íbúðarbyggð við austurendann hefur verið bætt við. Núverandi norðaustur/suðvestur-flugbraut liggur frá þessari byggð og að Valssvæðinu. Samsett mynd/Prýðifélagið Skjöldur

„Við munum mótmæla þessu áfram og reyna að ná eyrum borgaryfirvalda,“ segir Reynir Þór Guðmundsson, formaður Prýðifélagsins Skjaldar, sem eru hverfasamtök íbúa Skerjafjarðar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að félagið er mjög ósátt við lokun suðvestur/norðaustur-flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli og fyrirhugaða íbúðabyggð þar í staðinn. Reynir segir íbúa Skerjafjarðar hafa vaknað upp við vondan draum þegar félagið útbjó mynd og birti á vef sínum, skerjafjordur.is, þar sem möguleg útfærsla á nýrri byggð er sýnd.

„Myndin kveikti í fólki, það hafði enginn hugsað út í að þetta gæti orðið svona umfangsmikil byggð. Áhyggjur okkar snúa ekki síst að umferðarþunganum sem skapast í hverfi sem hefur aðeins eina útgönguleið, og ekki að sjá að mögulegt sé að breikka t.d. Einarsnes vegna byggðar á milli Einarsness og flugbrautar. Við erum að tala um 750 manna hverfi þar sem 3.000 íbúar eiga að bætast við.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert