Fækkun blóðgjafa á undanförnum árum er áhyggjuefni en árið 2005 voru þeir um 7200 en á síðasta ári voru þeir um 6500. Jórunn Frímannsdóttir, deildarstjóri blóðsöfnunar, segir að hugsanlega hafi Blóðbankinn ekki verið nægilega sýnilegur en hann hefur ekkert auglýsingafé til umráða.
Blóðbankinn sem er 60 ára í dag stefnir því á að eignast annan blóðbíl til að safna blóði á Austurlandi þar sem engu er safnað í dag en á hverjum degi þarf bankinn um 70 lítra af blóði. Blóðbankinn hóf störf árið 1953 í húsnæði við Barónsstíg en flutti árið 2007 í núverandi húsnæði við Snorrabraut.