Frumkvæði borgarinnar stórt framlag

Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson. mbl.is/Styrmir Kári

Frum­kvæði Reykja­vík­ur­borg­ar er stórt fram­lag til kom­andi kjara­samn­inga og mik­il­vægt for­dæmi fyr­ir önn­ur sveit­ar­fé­lög, seg­ir Þor­steinn Víg­lunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar ákvað í dag að hætta við áformaðar hækk­an­ir á gjald­skrám sem taka áttu gildi um næstu ára­mót. 

„Næsta skref í þessu ferli er að rík­is­stjórn­in end­ur­skoði áform um gjalda­hækk­an­ir í fjár­laga­frum­varpi og um hækk­an­ir rík­is­stofn­ana á gjald­skrám sín­um,“ seg­ir Þor­steinn í leiðara nýs frétta­bréfs á vef SA.

Ákvörðun borg­ar­ráðs er tek­in eft­ir viðræður for­ystu­manna borg­ar­inn­ar og aðila vinnu­markaðar­ins þar sem kallað var eft­ir því að borg­in styddi við til­raun­ir til þess að skapa víðtæka sam­stöðu samn­ingsaðila á vinnu­markaði, rík­is og sveit­ar­fé­laga um það meg­in­mark­mið að kveða niður verðbólgu og stuðla að stöðugu verðlagi.

„Ákvörðun borg­ar­inn­ar er eðli­lega tek­in með þeim fyr­ir­vara að ná­ist ekki sá ár­ang­ur sem að er stefnt muni Reykja­vík­ur­borg taka gjald­skrár til end­ur­skoðunar á síðari hluta árs 2014,“ skrif­ar Þor­steinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka