Eldur kom upp í strætisvagni á leið 28 við Aðalþing í Kópavogi um klukkan 11:40 í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er slökkvistarfi að ljúka.
Enginn farþegi var um borð í bílnum. Vagnstjóra sakaði ekki og komst hann heill á húfi út úr vagninum. Eldsupptök eru ókunn, samkvæmt upplýsingum frá Strætó.