Landsvirkjun hindri ekki iðnaðaruppbyggingu

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra seg­ir að Alþingi eigi að hafa bæði eft­ir­lit og aðhald með því að Lands­virkj­un, sem og önn­ur orku­fyr­ir­tæki, verði ekki hindr­un í vegi fyr­ir því að iðnaðar­upp­bygg­ingi haldi áfram í land­inu.

Þetta kom fram í óund­ir­bún­um fyr­ir­spun­ar­tíma á Alþingi í dag.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, sagði að Bjarni hefði í lok síðustu viku sent for­mönn­um stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna bréf þar sem fram kom að búið væri að taka ákvörðun um boðun hlut­hafa­fund­ar í nokkr­um af stærri fé­lög­um og fyr­ir­tækj­um í eigu rík­is­ins og kjósa nýj­ar stjórn­ir.

„Gert er ráð fyr­ir, sam­kvæmt bréf­inu, að boðað verði til fund­ar í næstu viku og fund­ir haldn­ir um það bil viku síðar. Um er að ræða fé­lög­in  Lands­virkj­un, Rarik, Isa­via og Ísland­s­póst, og ósk­ar ráðherra eft­ir því að minni­hlut­inn skili til­nefn­ing­um um sína full­trúa um fimm manna stjórn­ir,“ sagði Katrín.

„Hvað veld­ur þess­um flýti?“

Hún tók fram að skip­un­ar­tími þeirra sem sitji í þess­um stjórn­um sé ekki runn­in út, Venj­an væri sú að slík­ur skip­un­ar­tími klárist og ný rík­is­stjórn ráði meiri­hluta­skip­an á næsta aðal­fundi. 

„Því vil ég inna hæst­virt­an fjár­málaráðherra að því hvað veld­ur þess­um flýti,“ spurði Katrín og bætti við að Árni Páll Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefði sent Bjarna form­legt bréf þar sem óskað er eft­ir form­leg­um skýr­ing­um.

Hún seg­ir að þessi spurn­ing verði ekki síst knýj­andi í ljósi um­mæla iðnaðarráðherra sem hann lét falla á haust­fundi Lands­virkj­un­ar í gær, þ.e. að hún væri orðin afar óþreyju­full á að verk­efni á borð við ál­ver í Helgu­vík verði að veru­leika.

„Get­ur verið virðuleg­ur for­seti að ætl­un­in sé að fara breyta eig­enda­stefnu Lands­virkj­un­ar og þess vegna ligg­ur svo á að breyta skip­un stjórn­ar,“ spurði Katrín.

Ekk­ert óeðli­legt að kalla til hlut­hafa­funda

Bjarni sagði að það væri al­vana­legt að þegar stjórn­ar­skipti ættu sér stað að skipt væri um stjórn­ir í op­in­ber­um fyr­ir­tækj­um. Hann sagði enn­frem­ur að sér lægi greini­lega ekk­ert á enda um hálft ár liðið frá því ný stjórn tók við.

„Það er ekk­ert óeðli­legt við að kallað sé til hlut­hafa­funda og skipt um stjórn­ir þótt að enn sé nokk­ur tími fram að aðal­fundi í viðkom­andi fé­lög­um,“ sagði Bjarni og bætti því við að það stæði ekki til að breyta eig­enda­stefnu rík­is­ins. 

Katrín seg­ist vera ósam­mála þeirri túlk­un Bjarna að þetta sé al­vana­legt, en það sé mis­mun­andi milli fé­laga og stofn­ana þetta sé háttað. Varðandi of­an­greind fyr­ir­tæki sé um ákveðinn skip­un­ar­tíma að ræða.

„Það er ekki laust við það að maður ótt­ist að hér sé enn eitt aft­ur­hvarfið á ferð, aft­ur­hvarfið sem er eig­in­lega orðið nýtt vörumerki þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar, aft­ur­hvarf til auk­inna flokk­spóli­tískra taka á stjórn­um fé­laga og fyr­ir­tækja,“ sagði Katrín og bætti við að stjórn RÚV væri dæmi um slíkt aft­ur­hvarf.

Bjarni sagði að það væri verið að starfa inn­an ramma lag­anna. Það væri aðal­atriðið.

„Það er ekk­ert óeðli­legt og ekk­ert ólög­legt; það er bein­lín­is gert ráð fyr­ir því að hægt sé að kalla sam­an hlut­hafa­fundi í þess­um fé­lög­um eins og öðrum,“ sagði Bjarni.

Menn ættu frek­ar að gera at­hug­semd­ir við það þegar, líkt og hefði gerst í tíð síðustu rík­is­stjórn­ar, að gera breyt­ing­ar á stjórn­um rétt fyr­ir kosn­ing­ar, þ.e. þegar menn væru að fara frá völd­um í stað þessa að gagn­rýna breyt­ing­ar eft­ir að ný stjórn væri tek­in við.

Póli­tísk­ur þrýst­ing­ur

Helgi Hjörv­ar, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að þarna væri um aft­ur­hvarf ára­tugi aft­ur í tím­ann að ræða. „Slíkt aft­ur­hvarf upp­lifðum við í gær þegar iðnaðarráðherra sjálf­ur gref­ur und­an stjórn­end­um Lands­virkj­un­ar. Veik­ir samn­ings­stöðu Lands­virkj­un í erfiðum samn­ing­um við er­lenda stóriðju. Send­ir þau skila­boð til gagnaðila að stjórn­end­ur Lands­virkj­un­ar séu í þröngri stöðu, erfiðri samn­ings­stöðu með mik­inn póli­tísk­an þrýst­ing á bak­inu um að lækka verðin nógu mikið til að verk­efn­in fá­ist,“ sagði Helgi,

Hann hvatti Bjarna til að lýsa því yfir að mark­mið Lands­virkj­un­ar sé arðsemi af orku­sölu­samn­ing­um.

„Vegna þess að aft­ur­hvarf það sem að hátt­virt­ur iðnaðarráðherra er að reyna, er aft­ur­hvarf til þeirr­ar tíðar þegar póli­tísk­ir ráðherr­ar skipuðu stjórn­end­um Lands­virkj­un­ar að láta í té orku til er­lendr­ar stóriðju á út­söluprís hvað sem það kostaði til að þjóna kjör­dæma­hags­mun­um þeirra,“ sagði Helgi og bætti við að hann hélt að það hefði náðst samstaða um það á þing­inu að hætta öllu slíku.

Miður að ekki hafi orðið að upp­bygg­ing­unni í Helgu­vík

Bjarni sagði að hann og Helgi deili þeirri skoðun að Lands­virkj­un verði áfram rek­in með arðsem­is­sjón­ar­mið og lang­tíma­sjón­ar­mið að leiðarljósi. Hins veg­ar beri að harma það að ekki hafi orðið að þeirri iðnaðar­upp­bygg­ingu sem menn vonuðust til þegar gengið var frá fjár­fest­inga­samn­ingu á Alþingi um ál­ver í Helgu­vík árið 2009.

„Ég get tekið und­ir með iðnaðarráðherr­an­um að það er mjög miður að ekki hafi orðið að þeirri upp­bygg­ingu,“ sagði Bjarni. 

Þá sagði Bjarni að það stæði ekki til að gera áherslu- eða stefnu­breyt­ing­ar í stjórn Lands­virkj­un­ar hvað snerti kröf­urn­ar um arðsemi.

Hraunað yfir stjórn­end­ur Lands­virkj­un­ar í ör­vænt­ingu

Helgi sagðist ætla að túlka orð Bjarna til betri veg­ar. „Ég ætla að fagna því að hann lýsi því yfir að eig­enda­stefn­an sé í fullu gildi. Ég ætla að árétta það héðan úr ræðustóln­um gagn­vart viðsemj­end­um okk­ar að kraf­an í samn­ing­um Lands­virkj­un­ar um sölu á orku er krafa um arðsemi. Ég ætla að kalla það hreina ör­vænt­ingu hjá hæst­virt­um iðnaðarráðherra að hrauna yfir stjórn­end­ur Lands­virkj­un­ar á op­in­ber­um fund­um,“ sagði Helgi.

Bjarni sagði að það sem helst skorti í efna­hags­líf­inu í dag væri fjár­fest­ing. Þetta líði bæði ríki og fyr­ir­tæki fyr­ir.  

„Við vilj­um, að sjálf­sögðu, að Lands­virkj­un starfi áfram eft­ir eig­enda­stefn­unni með arðsem­is­sjón­ar­mið að leiðarljósi, en við eig­um líka að hafa eft­ir­lit og aðhald með því að Lands­virkj­un verði ekki, frek­ar en önn­ur orku­fyr­ir­tæki í land­inu, ein­hvers­kon­ar hindr­un í vegi fyr­ir því að iðnaðar­upp­bygg­ingu haldi áfram í land­inu.“

Katrín Jakobsdóttir, þingmaður VG.
Katrín Jak­obs­dótt­ir, þingmaður VG. mbl.is/Ó​mar
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörv­ar, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert