Sigurður tók enga ákvörðun

Sigurður Einarsson
Sigurður Einarsson mbl.is/Rósa Braga

Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður Kaupþings, tók enga ákvörðun þegar kom að viðskipt­um við sj­eik Al-Thani, að neinu leyti. Hann tel­ur sig á meðal ákærðra manna sök­um þess að sér­stak­ur sak­sókn­ari lýsti eft­ir hon­um í gegn­um In­terpol. Sú ákvörðun er til rann­sókn­ar hjá rík­is­sak­són­ara. Þetta sagði verj­andi hans í mál­flutn­ings­ræðu í morg­un.

Mál­flutn­ing­ur í Al-Thani-mál­inu hélt áfram fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur í morg­un. Næst­ur á dag­skrá var Ólaf­ur Ei­ríks­son, verj­andi Sig­urðar Ein­ars­son­ar. Hann byrjaði á að lýsa furðu yfir því að Sig­urður sé yf­ir­leitt ákærður í mál­inu og að málið skuli ekki hafa verið fellt niður eft­ir að Sig­urður gaf skýrslu hjá sér­stök­um sak­sókn­ara.

Hann sagði Sig­urð hafa vitað að það væru viðræður við Al-Thani í sept­em­ber 2008 en hann hafi ekki komið að þeim samn­ingaviðræðum á nokk­urn hátt eða lán­veit­ing­um sem tengd­ust því máli. Hann var samþykk­ur að lána og fjár­magna kaup Al-Thani með trygg­ingu í hluta­bréf­un­um og taldi þetta góð viðskipti. 

Að öðru leyti hafi Sig­urður ekki átt aðkomu að þessu máli og alls ekki með sak­næm­um hætti. Eng­in gögn séu um það né framb­urðir. Öll vitni hafi borið um að Sig­urður kom ekki að mál­inu og sak­born­ing­ar hafi í raun ekki verið spurðir um aðkomu hans.

Þá sagði Ólaf­ur að lík­lega hefði Sig­urður verið ákærður vegna þess að sér­stak­ur sak­sókn­ari lét lýsa eft­ir hon­um hjá In­terpol. Sér­stak­ur sak­sókn­ari hafi þar farið veru­lega fram úr sér og sýnt af sér for­dæma­lausa fram­komu gagn­vart Sig­urði. Í til­kynn­ingu In­terpol hafi komið fram að Sig­urður var eft­ir­lýst­ur flóttamaður und­an rétt­vís­inni og vegna sak­sókn­ar. Það hafi hins veg­ar verið rangt. Sak­sókn­ari ætlaði að taka af hon­um skýrslu.

Ólaf­ur sagði að sér­stak­ur sak­sókn­ari hefði fengið bréf frá bresk­um lög­reglu­yf­ir­völd­um þess efn­is að skil­yrði eft­ir­lýs­ing­ar hjá In­terpol væru ekki upp­fyllt. Ekki mætti lýsa eft­ir mönn­um vegna þess að þeir vildu fá þá til skýrslu­töku. Sak­sókn þyrfti til. „Þetta grófa brot gagn­vart Sig­urði Ein­ars­syni er í rann­sókn hjá rík­is­sak­sókn­ara.“

Hann eft­ir­lýs­ing­una geta verið einu ástæðu þess að Sig­urður sé ákærður í mál­inu enda séu eng­in skyn­sam­leg rök til staðar. 

Mál­flutn­ing­ur held­ur áfram í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert