Jórunn hlýtur verðlaun Jónasar

Jórunn Sigurðardóttir, útvarpskona hjá Ríkisútvarpinu, hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í …
Jórunn Sigurðardóttir, útvarpskona hjá Ríkisútvarpinu, hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í ár. Mbl.is/Árni Sæberg

Jórunn Sigurðardóttir, útvarpskona hjá Ríkisútvarpinu, hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í ár. Verðlaunin eru veitt ár hvert á degi íslenskrar tungu. Hlýtur hún verðlaunin fyrir framúrskarandi umfjöllun um íslenskar og erlendar bókmenntir í Ríkisútvarpinu, þar sem hún hefur um áratugaskeið miðlað fregnum og fróðleik af menningu og listum á áheyrilegri, blæbrigðaríkri og kjarnyrtri íslensku.

Einnig voru veittar tvær viðurkenningar, en þær hlutu Máltæknisetur, fyrir að stuðla að því að hægt sé að nota íslensku í nútímasamskiptatækni og Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins, fyrir að efla áhuga ungs fólks á ljóða- og textagerð á íslensku.

Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, flutti ávarp.

Fulltrúar Máltækniseturs og Ljóðaslamms Borgarbókasafns taka við viðurkenningu.
Fulltrúar Máltækniseturs og Ljóðaslamms Borgarbókasafns taka við viðurkenningu. Mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert