Brotist var inn í veitingastaðinn Pizza 67 í Vestmannaeyjum á föstudag og þaðan stolið peningum úr spilakössum og sjóðsvél.
Farið hafði verið inn um glugga á austurhlið hússins og tveir spilakassar skemmdir töluvert auk þess sem skemmdir voru unnar á sjóðsvél. Talið er að stolið hafi verið um 25-30.000 krónum í peningum. Við skoðun á eftirlitsmyndavélum, sem eru staðnum, beindust spjótin fljótlega að manni á fertugsaldri, en þrátt fyrir að maðurinn hefði grímu fyrir andlitinu töldu lögreglumenn sig þekkja manninn.
Maðurinn var handtekinn laust eftir hádegi sama dag og játaði hann við yfirheyrslu hjá lögreglu að hafa brotist inn og telst málið að mestu upplýsti. Maðurinn sem um ræðir hefur áður komið við sögu lögreglu.
Sama dag var lögreglu tilkynnt um að brotist hafi verið inn í kjallara Hvítasunnukirkjunnar og þaðan stolið verkfærum og búnaði til hjólabrettanotkunar. Ekki er vita hvenær brotist var inn, en talið að það hafi verði 9. nóvember. Ekki er vitað hver þarna var að verki en grunur beinist að þeim sama og braust inn á Pizza 67 í lok síðustu viku.
Málið er í rannsókn.