Eldra fólk notar netið meira

Morgunblaðið/Ernir

Hlutfall aldraðra Íslendinga, sem nota netið reglulega, er tæplega helmingi hærra nú en það var fyrir áratug.

Tæp 79% fólks á aldrinum 65-74 ára hafa farið á netið á innan við þriggja mánaða tímabili. Þetta er á meðal þess sem má lesa úr nýjum tölum Hagstofunnar um upplýsingatækninotkun Íslendinga.

Árið 2003 var hlutfall fólks á aldrinum 65-74 ára sem notaði netið 31%. Sá hópur er nú á áttræðis- og níræðisaldri en ekki liggja fyrir tölur um netnotkun þeirra nú. Notkun þeirra sem nú eru í aldurshópnum 65-74 ára hefur engu að síður aukist á þessum tíu árum. Árið 2003 var hlutfall þeirra, sem þá voru á aldrinum 55-64 ára, sem hafði notað netið á innan við þriggja mánaða tímabili 54%. Nú tíu árum síðar nota 78,7% þeirrar kynslóðar netið reglulega. Enn er þó hátt í fimmtungur fólks á aldrinum 65-74 ára sem fer aldrei á netið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert