„Þær sögðu að ég væri hress í tali, væri úti á göngu og sæi um mig í eldhúsi. Mér finnst þetta hlægilegar ástæður. Maður ætti ekki að gjalda þess þótt manni líði vel og geti farið út að ganga.“
Þetta segir Rafn Sigurðsson, vélvirki og fyrrverandi framhaldsskólakennari. Hann er 86 ára gamall og hefur í nokkur ár fengið aðstoð hjá heimaþjónustu Reykjavíkurborgar við þrif en var sviptur þeirri þjónustu í síðustu viku.
Rafn missti konu sína fyrir tæpum tíu árum og hefur búið einn síðan. Hann hefur fengið sendan hádegismat tvisvar í viku en að öðru leyti séð sjálfur um sig, að því er fram kemur í umfjöllun um mál hans í Morgunblaðinu í dag.