Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur, sem voru á vakt í kvöld, sáu vel á mælum sínum þegar var kominn hálfleikur í leik Íslands og Króatíu. Á fjórum mínútum, milli kl. 20:01 og 20:05, fór vatnsnotkunin úr 693 l/sek. í 803 l/sek. Þetta eru þær fjórar mínútur frá því Mandszukic var rekinn út af og þar til flautað var til hálfleiks.
Þetta má sjá á tölum sem Orkuveitan birti á facebook-síðu sinni. Rennslið í fráveitunni jókst rétt rúmlega þetta á sama tíma.
Tölurnar sýna svo ekki verður um villst að þjóðin hefur verið nokkuð samtaka í því að fylgjast með strákunum keppa í Zagreb.