Veðurkerfið á Ísafjarðarflugvelli til vandræða

Frá Ísafjarðarflugvelli
Frá Ísafjarðarflugvelli Bæjarins besta

Veðurkerfið á Ísafjarðarflugvelli hefur ítrekað hrunið. Þetta hefur valdið þeim sem reka flugvöllinn miklum erfiðleikum. Þetta kemur fram í frétt á fréttavefnum bb.is.

„Þetta er að verða okkur að martröð. Veðurkerfið hrundi um miðjan dag á föstudag og þá kom maður frá Isavia til viðgerða. Hann kom kerfinu upp aftur og því var hægt að fljúga á sunnudag en síðan hrundi það aftur um hádegisbil í dag. Eftir að veðurkerfið varð stafrænt erum við ekki með neitt varakerfi neins staðar. Kerfið bilaði líka á Egilsstöðum fyrir helgi, þannig að menn standa frammi fyrir vandamáli, og ég vona að menn skoði það alvarlega að setja upp varakerfi. Það eru menn á leiðinni að gera við kerfið, og við búumst við þeim í kvöld. Það er afar dapurt að það skuli ekki vera varakerfi til staðar, en ég veit ekki til þess að svo sé á neinum flugvelli hér á landi,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia um bilun í veðurkerfi Ísafjarðarflugvallar.

Arnór leggur áherslu á að þó varakerfi sé ekki til staðar fyrir veðurathuganir eru öll kerfi sem gætu valdið bráðri hættu búin varakerfum – og jafnvel mörgum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert