Vill fá skýr viðbrögð ríkisstjórnarinnar fyrir vikulok

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Styrmir Kári

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að skýrari viðbrögð þurfi að koma frá ríkisstjórninni við óskum verkalýðshreyfingarinnar um breytingar á fjárlögum.

Minnisblað stjórnvalda til aðila vinnumarkaðarins sl. föstudag um samskiptin eigi í sjálfu sér að geta orðið rammi að samræðum í vetur, en ef setjast eigi að samningum á þessum nótum sé mjög mikilvægt að ríkisstjórnin sýni einhvern lit með breytingum á fjárlagafrumvarpinu.

Í Morgunblaðinu í dag segist Gylfi eiga erfitt með að fá aðildarfélögin til að fylkja liði um þessa leið horfandi á framgöngu ríkisstjórnarinnar eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu s.s. varðandi þjónustu við atvinnuleitendur, skattamálin og heilbrigðiskerfið o.fl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert