Bíða verði eftir tillögunum

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég segi bara að ég held að það gildi hið sama fyr­ir Seðlabank­ann og þing­nefnd­ina og aðra þá sem koma að þessu máli að lang­best er að umræðan fari fram á grund­velli raun­veru­legra til­lagna.“

Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra, í svari við fyr­ir­spurn frá Helga Hjörv­ar, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Helgi spurði ráðherra hvort hann teldi að Seðlabanki Íslands væri að beita sér póli­tískt á nefnd­ar­fund­um Alþing­is og gegn fram­gangi stjórn­ar­mál­efna eins og til­lagna rík­is­stjórn­ar­inn­ar um skulda­leiðrétt­ing­ar fyr­ir heim­il­in í land­inu. Vísaði hann þar til um­mæla Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­sæt­is­ráðherra, í fjöl­miðlum í vik­unni.

Bjarni sagðist ekki ætla ekki að ger­ast þátt­tak­andi í þeirri umræðu sem átt hefði sér stað und­an­farið um það hvaða hugs­an­ir eða mein­ing­ar lágu að baki orðaskipt­um sem hann hefði ekki verið vitni að. Aðal­atriði máls­ins væri það að unnið væri að mál­um tengd­um skulda­leiðrétt­ing­unni í nefnd­um.

„Öll sú umræða sem fer fram um það sem sagt er í aðdrag­anda þess skipt­ir í sjálfu sér engu máli í sam­an­b­urði við það að taka efn­is­lega umræðu um til­lög­urn­ar þegar þær koma fram. Annað eru ein­hverj­ar get­gát­ur sem skila engu og vanga­velt­ur sem menn geta leikið sér með í fjöl­miðlum eða í þingsal en hafa ekk­ert vægi á móti al­vöru­um­ræðu um vand­ann sem við er að etja og hvernig við tök­um best á hon­um.“

Helgi spurði enn­frem­ur hvort fjár­málaráðherra gæti staðfest að til­lög­ur að skulda­leiðrétt­ingu myndu liggja fyr­ir fyr­ir mánaðar­mót­in og sagði Bjarni að hon­um hefði verið tjáð það og það hefði ít­rekað komið fram. Hann vissi ekki bet­ur en að það myndi ganga eft­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert