Héraðsdómur Suðurlands hafnaði í dag kröfu lögreglunnar á Selfossi um gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa brotist inn í sumarbústaði á Suðurlandi. Mönnunum hefur því verið sleppt úr haldi.
Lögreglan fór fram á gæsluvarðhald á grundvelli þess að um væri að ræða síbrotamenn.
Annar mannanna réðist á mann í fyrrakvöld þegar hann var í bíl sínum að kanna hvort brotist hefði verið inn í bústað í Bláskógarbyggð.
Gefin hefur verið út ákæra á annan manninn vegna á annan tug auðgunarbrota sem hann er sakaður um að hafa framið síðastliðið sumar og í haust. Það var mat lögreglu að brýnt var að taka manninn úr umferð til að stöðva brotaferil hans.