Stefnir í hallarekstur allra framhaldsskóla árið 2014

mbl.is/Eggert

Ársæll Guðmundsson, formaður Skólameistarafélags Íslands, segir að framlög til framhaldsskóla hafi verið skorin kerfisbundið niður og búið sé að taka 12 milljarða út úr framhaldsskólakerfinu frá 2008.

Yfir 70% framhalsskóla hafi skilað hallarekstri 2012 og gert sé ráð fyrir að þessi tala verði komin yfir 80% í ár. „Verði engin breyting endar það með því að nánast allir framhaldsskólar verða reknir með halla á árinu 2014,“ segir Ársæll.

Kennarar hækka í launum eftir starfsaldri. Ársæll bendir á að engu fjármagn hafi verið veitt til að mæta þessum útgjöldum frá hruni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert