Talinn tengjast mansali

Innanríkisráðuneytið
Innanríkisráðuneytið mbl.is/Golli

Hælisleitandi sem lögregla leitar að og átti að senda úr landi í gær er grunaður um aðild að mansalsmáli sem kom upp á Suðurnesjum í sumar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Ætluð barnsmóðir mannsins, sem einnig er hælisleitandi, ber við að hún sé mansalsfórnarlamb og gefa rannsóknargögn til kynna að hún sé beitt þrýstingi um að segja manninn föður barnsins. Þetta kemur fram í rökstuðningi innanríkisráðuneytisins um synjun á endurupptöku á úrskurði um að senda manninn úr landi, samkvæmt Fréttablaðinu.

Í dag eru mótmæli skipulögð við innanríkisráðuneytið undir yfirskriftinni „Mótmæli gegn sundrun flóttafjölskyldu frá Nígeríu“. Kemur fram á Facebook-síðu mótmælanna að brottvísun mannsins sé lögbrot þar sem hann eigi hér unnustu og ófætt barn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert