Undrast hörð viðbrögð ASÍ

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Styrmir Kári

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins undr­ast hörð viðbrögð Alþýðusam­bands Íslands við aug­lýs­ingu SA og þeim staðreynd­um sem þar eru sett­ar fram. Sam­tök­in segja, að laun á Íslandi hafi hækkað þre­falt meira en í viðskipta­lönd­um Íslands á síðustu sjö árum á sama tíma, það hafi valdið verðbólgu og kaup­mátt­ur hafi rýrnað.

„Mynd­in sem blas­ir við ef horft er allt aft­ur til árs­ins 1990 er sú sama. Hækk­un nafn­launa á Íslandi hef­ur verið tvö­falt meiri en á Norður­lönd­un­um frá þeim tíma, verðbólga verið langt um­fram það sem þar þekk­ist og kaup­mátt­arþróun lak­ari,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá SA.

Bent er á, að að baki þeirri mynd sem hér sé dreg­in upp búi fjöl­marg­ar ástæður. Launa­skrið hafi verið allt of mikið og grafið und­an for­send­um þeirra kjara­samn­inga sem gerðir hafa verið; áhersl­ur í fjár­mál­um hins op­in­bera hafi oft­ar en ekki kynt verðbólgu­bálið með um­fangs­mikl­um skatta­lækk­un­um og stór­aukn­um út­gjöld­um á tím­um þenslu.

„Þessi þróun hef­ur síðan valdið miklu ójafn­vægi í efna­hags­líf­inu sem birst hef­ur í viðvar­andi viðskipta­halla og að lok­um geng­is­lækk­un­um með reglu­legu milli­bili. Þessi at­b­urðarás hef­ur verið end­ur­tek­in á 7 til 10 ára fresti um ára­tuga skeið,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Nán­ar á heimasíðu SA.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka