Yfir 10% þjóðarinnar á þunglyndislyfjum

Yfir 10% íslensku þjóðarinnar er á þunglyndislyfjum og er hlutfallið …
Yfir 10% íslensku þjóðarinnar er á þunglyndislyfjum og er hlutfallið hvergi jafn hátt innan OECD. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslend­ing­ar nota mest af þung­lynd­is­lyfj­um af þeim þjóðum sem eru inn­an vé­banda Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (OECD). Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu OECD.

Í Frétt Guar­di­an í dag kem­ur fram að Íslend­ing­ar neyta tæp­lega 106 dagskammta af þung­lynd­is­lyfj­um á hverja þúsund íbúa á dag. Sem þýðir að yfir 10% þjóðar­inn­ar neyt­ir þung­lynd­is­lyfja að staðaldri. Hef­ur notk­un Íslend­inga á þung­lynd­is­lyfj­um auk­ist jafnt og þétt und­an­far­in ár en þess­ar töl­ur eru frá ár­inu 2011. Árið 2000 voru dagskammt­arn­ir tæp­lega 71 og tæp­lega 15 árið 1989 þegar fyrst var byrjað að safna þess­um upp­lýs­ing­um hjá OECD.

Notk­un þung­lynd­is­lyfja hef­ur auk­ist á meðal efnaðra ríkja í heim­in­um und­an­far­inn ára­tug, sam­kvæmt skýrsl­unni. Seg­ir í frétt Guar­di­an að þetta veki grun­semd­ir um að of miklu sé ávísað af slík­um lyfj­um.

Sjá nán­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert