Árangur tekinn að láni í þoli og þreki starfsmanna

Páll Matthíasson, forstjóri LSH.
Páll Matthíasson, forstjóri LSH. mbl.is/Golli

Páll Mattahíasson, forstjóri Landspítalans, segir að hagræðingaraðgerðir síðustu ára á sjúkrahúsinu hafi tekið sinn toll af starfsfólkinu „og raunar má  að hluti þess árangurs sem náðist á þessu tímabili hafi verið tekinn að láni í þoli og þreki þess,“ segir hann.

Þetta kemur fram í pistli sem Páll skrifar á vef LSH, en þar kemur m.a. fram að boðað hafi verið til starfsmannafunda á spítalanum undir yfirskriftinni „Landspítali - góður vinnustaður?“. 

„Það fer ekki fram hjá neinum að heldur hefur sigið á lakari hliðina hvað varðar starfsánægju og líðan starfsfólks víða hér á Landspítala. Hagræðingaraðgerðir síðustu ára hafa tekið sinn toll af starfsfólki spítalans og raunar má segja að hluti þess árangurs sem náðist á þessu tímabili hafi verið tekinn að láni í þoli og þreki þess. Áherslan hefur, eðli máls samkvæmt, verið mikil á rekstrarhagræðingu en það er tímabært að horfa nú fram á veginn og einbeita okkur að því að bæta Landspítala sem góðan vinnustað. Þetta munum við ræða á fundunum í næstu viku og ég vonast til að sjá ykkur sem flest á þeim,“ skrifar Páll.

Pistill Páls.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka