Árangur tekinn að láni í þoli og þreki starfsmanna

Páll Matthíasson, forstjóri LSH.
Páll Matthíasson, forstjóri LSH. mbl.is/Golli

Páll Mattah­ías­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, seg­ir að hagræðing­araðgerðir síðustu ára á sjúkra­hús­inu hafi tekið sinn toll af starfs­fólk­inu „og raun­ar má  að hluti þess ár­ang­urs sem náðist á þessu tíma­bili hafi verið tek­inn að láni í þoli og þreki þess,“ seg­ir hann.

Þetta kem­ur fram í pistli sem Páll skrif­ar á vef LSH, en þar kem­ur m.a. fram að boðað hafi verið til starfs­manna­funda á spít­al­an­um und­ir yf­ir­skrift­inni „Land­spít­ali - góður vinnustaður?“. 

„Það fer ekki fram hjá nein­um að held­ur hef­ur sigið á lak­ari hliðina hvað varðar starfs­ánægju og líðan starfs­fólks víða hér á Land­spít­ala. Hagræðing­araðgerðir síðustu ára hafa tekið sinn toll af starfs­fólki spít­al­ans og raun­ar má segja að hluti þess ár­ang­urs sem náðist á þessu tíma­bili hafi verið tek­inn að láni í þoli og þreki þess. Áhersl­an hef­ur, eðli máls sam­kvæmt, verið mik­il á rekstr­ar­hagræðingu en það er tíma­bært að horfa nú fram á veg­inn og ein­beita okk­ur að því að bæta Land­spít­ala sem góðan vinnustað. Þetta mun­um við ræða á fund­un­um í næstu viku og ég von­ast til að sjá ykk­ur sem flest á þeim,“ skrif­ar Páll.

Pist­ill Páls.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert