Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra lýsir nú eftir þremur mönnum, sem allir eru erlendir ríkisborgarar, frá Albaníu, Nígeríu og Afganistan.
Ekki kemur fram vegna hvaða mála þeir eru eftirlýstir heldur aðeins að lögregla þurfi að ná tali af þeim. Samkvæmt heimildum mbl.is eru mennirnir allir hælisleitendur sem búið er að vísa úr landi. Einn þeirra er hælisleitandinn Tony Omos frá Nígeríu, sem senda átti úr landi í vikunni. Hann er fæddur 26. júní 1978.
Hinir tveir eru Robert Qyra, ríkisborgara Albaníu sem fæddur er 11. febrúar 1978 og að Rahim Jan Salimi, ríkisborgara Afganistan, sem fæddur er 7. apríl 1992.
Óskað er eftir aðstoð almennings og þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir einhvers þessara manna, eða vita hvar þeir eru staddir, beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112.