Farin verði blönduð leið

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. mbl.is/Golli

Óskar Bergs­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík, seg­ir að til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar um skulda­lækk­un heim­il­anna verði kynnt­ar þing­flokk­un­um í næstu viku. „Mér skilst að þetta verði ein­hver blönduð leið; blönduð leið áherslu þess­ara tveggja rík­i­s­tjórn­ar­flokka,“ sagði Óskar er hann var gest­ur í þætt­in­um Viku­lok á Rás 1 í morg­un.

Óskar út­skýrði ekki nán­ar hvað fel­ist í þess­ari blönduðu leið.

Fram kom í viðtal­inu að um 20 manns vinni að skulda­lækk­un­ar­til­lög­um í nokkr­um hóp­um. „Það verður gam­an að sjá hvernig þess­ar til­lög­ur líta út. Mér finnst ekk­ert skrítið að þjóðin standi á önd­inni og bíði eft­ir þess­um til­lög­um,“ sagði Óskar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert