Handrukkarar bönkuðu hjá lögreglumanni

Lögreglan mætti fljótlega á staðinn og fljótlega var annar árásarmannanna …
Lögreglan mætti fljótlega á staðinn og fljótlega var annar árásarmannanna handtekinn. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglumaður slasaðist í átökum við handrukkara á fimmtudagskvöld eftir að þeir bönkuðu upp á heimili hans. Mennirnir fóru húsavillt og í framhaldinu kom til átaka milli mannanna og lögreglumannsins.

Mennirnir voru tveir á ferð í austurhluta borgarinnar. Lögreglumaðurinn varð var við þá þegar þeir köstuðu grjóti í glugga í íbúð hans í þeim tilgangi að láta vita af sér. Lögreglumaðurinn fór út til að kanna hvað væri í gangi. Eftir orðaskipti kom til átaka milli mannanna sem leiddi til þess að lögreglumaðurinn meiddist í andliti.

Annar mannanna var handtekinn á staðnum og hinn gaf sig fram í kjölfarið. Rannsókn málsins stendur yfir, en allt bendir til að mennirnir hafi átt erindi við annan mann. Þeir hafi farið húsavillt og fyrir tilviljun bankað upp á heimili lögreglumanns.

Mennirnir tveir hafa áður komið við sögu lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert