Ísfisktogarinn Helga María AK er á heimleið eftir umfangsmiklar breytingar og endurbætur sem gerðar voru á skipinu í Alkor skipasmíðastöðinni í Gdansk í Póllandi.
Stjórn HB Granda tók þá ákvörðun fyrr á þessu ári að láta breyta Helgu Maríu úr frystitogara í ísfisktogara og var skipið komið til Póllands um mánaðamótin júní og júlí.
Fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að breytingarnar hafi verið umfangsmiklar, en helsta breytingin fólst í því að frystilestinni var breytt í ísfisklest og stækkuð verulega með því að fjarlægja frystivélarými og tvo síðutanka.