Landið loks að rísa á Suðurnesjum

Þátttakendur í hringborðsumræðum Morgunblaðsins um málefni Suðurnesja. Frá vinstri Ásgeir …
Þátttakendur í hringborðsumræðum Morgunblaðsins um málefni Suðurnesja. Frá vinstri Ásgeir Eiríksson, Sigrún Árnadóttir, Böðvar Jónsson, Magnús Stefánsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir og Kjartan Eiríksson. Rax / Ragnar Axelsson

Hratt hefur dregið úr atvinnuleysi á Suðurnesjum að undanförnu. Gróska er í sjávarútvegi og ferðaþjónustu á svæðinu. Margs konar frumkvöðla- og nýsköpunarstarf hefur skotið rótum. Góður árangur grunnskólanemenda í samræmdu prófunum í haust hefur glatt fólk og skapað stolt í byggðunum.

Suðurnesjamenn eru sannfærðir um að þeim sé að takast að vinna sig út úr erfiðleikunum sem verið hafa undanfarin ár.

Þetta er meðal þess sem fram kom í hringborðsumræðum um málefni Suðurnesja sem Morgunblaðið efndi til í tengslum við 100 daga hringferð blaðsins um landið. Greint er frá umræðunum á tveimur opnum í blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert