Luis E. Arrega, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, skrifar hjartnæma kveðju til Íslendinga, þar sem hann lýsir djúpum vináttutengslum þjóðanna.
Hann segir að þegar hann ók til Keflavíkur skall á hann alda minninga um þrjú einstök ár á Íslandi.
Hann telur sig hafa notið forréttinda og heiðurs yfir að hafa fengið að kynnast hinni göfugu íslensku þjóð. Dvölin hér á landi hafi staðfest það sem hann hafi ávallt vitað, að Bandaríkjamenn og Íslendingar deili gildum sem geri vinskap þjóðanna djúpan og sterkan.
Hann þekkar Íslandi og Íslendingum fyrir að opna arma sína og leyfa sér og sínum að upplifa hina einstöku íslensku þjóðarsál. „Við erum heppin að telja okkur meðal vina ykkar,“ skrifar sendiherrann.