„Bless og takk, Ísland“ - Sendiherra Bandaríkjanna kveður

Luis E. Arrega á íslenskum hesti. Myndin er fengin af …
Luis E. Arrega á íslenskum hesti. Myndin er fengin af bloggi sendiherrans

Luis E. Arrega, sendi­herra Banda­ríkj­anna á Íslandi, skrif­ar hjart­næma kveðju til Íslend­inga, þar sem hann lýs­ir djúp­um vináttu­tengsl­um þjóðanna.

Hann seg­ir að þegar hann ók til Kefla­vík­ur skall á hann alda minn­inga um þrjú ein­stök ár á Íslandi.

Hann tel­ur sig hafa notið for­rétt­inda og heiðurs yfir að hafa fengið að kynn­ast hinni göf­ugu ís­lensku þjóð. Dvöl­in hér á landi hafi staðfest það sem hann hafi ávallt vitað, að Banda­ríkja­menn og Íslend­ing­ar deili gild­um sem geri vin­skap þjóðanna djúp­an og sterk­an.

Hann þekk­ar Íslandi og Íslend­ing­um fyr­ir að opna arma sína og leyfa sér og sín­um að upp­lifa hina ein­stöku ís­lensku þjóðarsál. „Við erum hepp­in að telja okk­ur meðal vina ykk­ar,“ skrif­ar sendi­herr­ann.

Blogg­færsla sendi­herr­ans

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert