Fljúgandi teppi á bókasafni

Gestir gátu gengið á milli borða og forvitnast um mismunandi …
Gestir gátu gengið á milli borða og forvitnast um mismunandi tungumál hjá Samtökunum Móðurmál, fræðst um Barnasáttmalann og fengið innsýn í persónulega menningarheima barna.

Það eru 24 ár frá því að Barnasáttmálinn var samþykktur á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Af því tilefni og til þess að minna á réttindi barna var menningarmótið Fljúgandi teppi haldið í aðalsafni Borgarbókasafns í dag.

Á menningarmótum, sem er fjölmenningarlegt verkefni safnsins, fæst innsýn í persónulega menningarheima barna og ungmenna á skemmtilegan hátt. Hugmyndafræði menningarmótsins á mikinn hljóm með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, að því er fram kemur í tilkynningu.

Á viðburðinum í dag var kynning á Barnasáttmálanum og upplestur úr barnabók um réttindi barna í umsjón ungmennaráðs UNICEF. Í kjölfarinu var „opin hljóðnemi“ og notuðu nokkur börn tækifærið til að syngja, spila á hljóðfæri, segja brandara og taka nokkur dansspor fyrir framan áhugsama áhorfendur. Síðan var menningarmótið opnað með dansi og söng og gestir og gangandi gátu það sem eftir var af dagskránni gengið á milli borða og forvitnast um mismunandi tungumál hjá Samtökunum Móðurmál, fræðst um Barnasáttmalann og fengið innsýn í persónulega menningarheima barna.

Menningarmótsverkefnið er venjulega unnið í samstarfi við leik-, grunn- og framhaldsskólum og hefur verið ókeypis þjónusta í boði Borgarbókasafns sídan 2008 og hafa verið haldin hátt í 70 menningarmót Í Reykjavík.

Markmið verkefnisins eru:

Að skapa hvetjandi umhverfi, þar sem nemendur, foreldrar og starfsfólk geta hist og kynnst menningu hver annars. 

Að stuðla að gagnkvæmri virðingu og skilningi.

Að skapa vettvang þar sem við getum undrast og hrifist af því, sem er líkt og ólíkt í menningu okkar.

Að þátttakendur mætist í tónlist, dansi, myndlist, bókmenntum, kvikmyndum, matargerð, ævintýrum og goðsögnum, frásagnarlist, leiklist, leik og hreyfingu.

Að allir finni til stolts og gleði yfir eigin menningu og deili þeirri gleði og stolti með öðrum.

Að einstaklingar verði meðvitaðir um gildi eigin menningar við það að  kynna hana fyrir öðrum.

Að þróa hæfileika barnanna til  að taka virkan þátt í samfélaginu og gera sér ljóst að ólík menning geti auðgað eigin menningu.

Skólar geta pantað kynningu á menningarmótsverkefninu og ef óskað er þá er verkefnastjórinn tilbúinn að leiðbeina og taka þátt í framkvæmd mótsins. Kristín R. Vilhjálmsdóttir, sem er kennari og verkefnastjóri fjölmenningar á Borgarbókasafni, hefur notað menningarmótin með góðum árangri í kennslu bæði í Danmörku og á Íslandi.

http://borgarbokasafn.is/desktopdefault.aspx/tabid-3373/5429_read-12893/

Á viðburðinum í dag var kynning á Barnasáttmálanum og upplestur …
Á viðburðinum í dag var kynning á Barnasáttmálanum og upplestur úr barnabók um réttindi barna í umsjón ungmennaráðs UNICEF.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert