Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs gagnrýnir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, fyrir að líta framhjá því að skorið hafi verið niður til Landspítalans frá síðustu aldamótum þegar hann skrifi vanda heilbrigðiskerfisins og skuldasöfnun þess á síðustu ríkisstjórn. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hennar í dag.
Þá segir hún að aukning í heilbrigðisútgjöldum á svokölluðum góðæristímum hafi aðeins átt við þætti eins og sérfræðiþjónustu sem hafi verið í samræmi við ákveðna pólitíska línu. „Raunar virðist flest sem amar að vera síðustu ríkisstjórn að kenna þannig að forsætisráðherra er enn í stjórnarandstöðu í stað þess að tala til framtíðar.“