Skuldar þjóðinni skýringar

Árni Páll Árnason
Árni Páll Árnason mbl.is/Ómar

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við mbl.is að Framsóknarflokkurinn skuldaði þjóðinni skýringar á hvernig eigi að fjármagna skuldaniðurfellingar án þess að það muni kosta ríkissjóð stórfé.

„Framsóknarflokkurinn skuldar þjóðinni útfærslu á því sem hann sagði að væri mögulegt, vissi hvernig ætti að framkvæma og fólk gæti verið öruggt um það að þetta yrði gert, vegna þess að þau hefðu skýra og útfærða leið - það er um að leiðrétta skuldir upp á 300 milljarða á kostnað erlendra kröfuhafa einna, ekki þannig að ríkissjóður beri það. Það er það sem Framsóknarflokkurinn skuldar þjóðinni.“

Forsætisráðherra í stjórnarandstöðu

Skuldalækkun með skattabreytingum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert