Varað er við flughálku á Möðrudalsöræfum og á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði en annars eru flestar aðalleiðir á landinu að verða greiðfærar fyrir utan hálku og hálkubletti á stöku stað, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.
Hálka eða hálkublettir eru víða í uppsveitum á Suðurlandi en flestar aðalleiðir eru greiðfærar. Þoka er á Hellisheiði og í Þrengslum.
Á Vesturlandi eru vegir greiðfærir en á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á fjallvegum en að mestu autt á láglendi. Flughált er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði og hálka og þoka á Steingrímsfjarðarheiði.
Allar aðalleiðir eru greiðfærar á Norðurlandi vestra en þó eru hálkublettir á Þverárfjalli og Vatnsskarði. Á Norðausturlandi eru vegir í Eyjafirði greiðfærir en austar eru víða hálkublettir á fjallvegum. Flughált er þó á Möðrudalsöræfum, frá Biskupshálsi og austur að Vopnafjarðarheiði og hálka þar fyrir austan að Jökuldal.
Um austanvert landið er hálka á Vopnafjarðarheiði, í Hjaltastaðaþinghá, Oddskarði, Breiðdalsheiði og Breiðdal en annars hálkublettir á flestum á fjallvegum. Greiðfært er síðan frá Reyðarfirði og áfram með Suðausturströndinni að Kirkjubæjarklaustri þar sem hálkublettir eru á kafla.