Fjöldi manns gekk í kvöld með logandi kerti í Ljósagöngu UN Women á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Sérstakir heiðursgestir og ljósberar voru konurnar sem áttu þátt í stofnun Kvennalistans fyrir 30 árum. Með þessum hætti vildu UN Women heiðra starf þeirra í þágu jafnréttis á Íslandi.
Alþjóðlegur baráttudagur SÞ gegn kynbundu ofbeldi hefur verið haldinn hátíðlegur hér á landi í yfir áratug og er Ljósaganga UN Women fastur liður á þessum degi.
Dagurinn markar jafnframt upphaf hins alþjóðlega 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi, ásamt öðrum félagasamtökum, eru í forsvari fyrir.