58% þeirra sem tóku þátt í nýrri skoðanakönnun sem Já Ísland lét gera eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þeir sem segjast myndu örugglega eða sennilega greiða atkvæði með aðild eru tæp 42%. Um 16% aðspurðra taka ekki afstöðu.
Ef niðurstöðurnar eru bornar saman við nákvæmlega sams konar könnun sem gerð var í maí 2013, eða fyrir sex mánuðum, kemur í ljós að andstæðingum aðildar hefur fækkað um 10 prósentustig úr 68,4% og fylgjendum að sama skapi um 10 prósentustig úr 31,6% í 41,7%, segir í fréttatilkynningu frá samtökunum Já Ísland.