Banna síma á ríkisstjórnarfundum

Ráðherr­ar í rík­is­stjórn Íslands þurfa nú að geyma farsíma sína í merkt­um um­slög­um meðan þeir sitja á rík­is­stjórn­ar­fund­um. RÚV greindi frá þessu í kvöld­frétt­um sín­um og hafa heim­ild­ir mbl.is staðfest þerra.

Þetta er gert til að tryggja að ekki sé hægt að nýta síma þeirra sem hler­un­ar­búnað.

Sam­kvæmt frétt­inni er hægt er að taka upp hljóð á síma án þess að not­andi hans verði var við það með nokkr­um hætti. Gripið er til þess­ar­ar aðgerðar til að auka ör­yggi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en mbl.is hef­ur áður greint frá því að bíl­stjór­ar ráðherra eru nú jafn­framt ör­ygg­is­verðir þeirra.

Bíl­stjór­ar ráðherra jafn­fram ör­ygg­is­verðir

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka