Fresta sektum vegna orkuskipta

Atvinnuveganefnd ræddi lög um orkuskipti á fundi í morgun.
Atvinnuveganefnd ræddi lög um orkuskipti á fundi í morgun. Morgunblaðið/Kristinn

At­vinnu­vega­nefnd samþykkti í morg­un til­lögu um að fresta sekt­um á hend­ur olíu­fé­lög­um vegna nýrra laga um orku­skipti í sam­göng­um. Breytt gildis­töku­ákvæði vegna sekt­ar­greiðslna kem­ur nú til kasta þings­ins en sam­kvæmt því frest­ast sekt­ar­greiðslur frá 1. janú­ar næst­kom­andi til 1. októ­ber 2014.

Aðlög­un­ar­tími olíu­fé­lag­anna hef­ur því verið lengd­ur.

Lög­in voru samþykkt í mars sl. og fela í sér að frá og með ára­mót­um þarf hlut­ur íblönd­un­ar­efna af end­ur­nýj­an­leg­um upp­runa í eldsneyti að vera 3,5%. Miðast hlut­fallið við orku­gildi. Tóku lög­in gildi 10. apríl sl.

Mark­mið lag­anna er að „auka hlut end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa í sam­göng­um á landi og draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda með hag­kvæm­um og skil­virk­um hætti“.

Var gildis­tök­unni flýtt frá 1. janú­ar 2015 til 1. janú­ar 2014 við af­greiðsluna sl. vor og var um það þver­póli­tísk samstaða.

Lög­in eru til­kom­in vegna til­skip­un­ar frá ESB og er ætl­un­in að hlut­fallið verði komið í 10% árið 2020.

Dag­sekt­ir á hend­ur olíu­fé­lög­un­um vegna brota á hinum nýju kröf­um um lág­marks­hlut íblönd­un­ar­efna í bens­ín og dísi­loliu nema 4 kr. á hverja MJ orku­ein­ingu sem upp á vant­ar af end­ur­nýj­an­lega hlut­an­um og taka þær nú ekki gildi fyrr en 1. októ­ber 2014, samþykki Alþingi hið breytta gildis­töku­ákvæði.

Í fyrri út­gáfu þess­ar frétt­ar sagði að dag­sekt­ir myndu nema 500.000 kr. Leiðrétt­ist það hér með.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert