Óverðtryggð lán vinsælli en talið var

Samkvæmt nýjum tölum frá Seðlabanka Íslands um útlán fyrstu níu mánuði ársins eru óverðtryggð lán mun vinsælli en verðtryggð.

Alls var upphæð óverðtryggðra lána fjórfalt hærri en verðtryggðra á tímabilinu. Þessi niðurstaða gengur þvert á það sem áður hefur komið fram í tölum frá Seðlabankanum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá bankanum, misræmið skýrast af því að Seðlabankinn birtir nú í fyrsta sinn tölur yfir hrein ný útlán að frádregnum uppgreiðslum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert